Vissir þú að

Velkomin á Sigmunds-vefinn
"Spegill - spegill herm þú mér hver er versta skepnan hér."
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.
Það verður bara að setja þessa orma í læstan skammarkrók, hr. sáttasemjari, þeir leggja börnin orðið í einelti.

Dagsetning:

11. 02. 1978

Einstaklingar á mynd:

- Magnús Kjartansson
- Guðbergur Bergsson

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. Magnús Kjartansson: Viðurstyggileg árás á gamalt fólk Síðan stóð að dagskrárstjórnendur útvarpsins hefðu að undanförnu "vægast sagt verið mistækir á vali á sögum í þennan dagskrárlið. Undanfarið hefur hvert gamalmennið á fætur öðru mætt með eigin sögu og lesið yfir okkur útvarpshlustendum mæddri röddu. En nú hefur orðið ánægjuleg breyting á." Aldurinn hefur aðeins persónubundin áhrif á getu manna, engin sem nota má til alhæfinga. Þetta á ekki aðeins við um jákvæða hæfileika, heldur og neikvæða. Það eru til fífl og siðleysingar á öllum aldursstigum: höfundur ritstjórnargreinar Þjóðviljans getur áttað sig á því hvernig eitt eintak þeirrar manntegundar lítur út með því að horfa í spegil. Reykjavík 4ða febrúar 1978, Magnús Kjartansson