Dagsetning:
                   	11. 09. 1977
                   	Einstaklingar á mynd:
 
                   	
                   	
                   	
                   	
- 
Grín                	
                   	
                   	Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Óánægja með kerfið
Óánægja almennings og kvartanir einstaklinga og atvinnufyrirtækja vegna samskipta við hið svonefnda kerfi er komin á það stig að tímabært er orðið fyrir þá, sem æðstu ábyrgð bera á þessu Kerfi að huga að því, hvernig unnt er að breyta viðmóti þess gagnvart hinum almenna borgara í landinu. Þessi óánægja hefur margfaldast á undanförnum árum eftir því sem yfirbygging samfélagsins hefur orðið viðameiri og flóknari. Bersýnilegt er, að almúgamaðurinn telur, að hann eigi mjög undir högg að sækja í hvert skipti, sem hann leitar eftir þjónustu hjá því opinbera bákni, sem hann stendur undir með skattgreiðslum