Hleð inn efni
Uppfinningamaður
Sigmund er uppfinningamaður. Hann er vélstjóri að mennt. Sigmund hefur hannað fiskvinnsluvélar og hann fann upp sjálfvirkan sleppibúnað gúmbjörgunarbáta.
Málaferli
Sigmund hefur lent í málaferlum út af myndum sínum. Þýskur leynilögreglumaður var fenginn til landsins til að vinna að lausn Geirfinnsmálsins og Sigmund teiknaði skopmynd þar sem sást SS merki á búningi leynilögreglumannsins. Ritstjórar Morgunblaðsins voru dæmdir en Sigmund slapp við dóm því það vantaði eftirnafn hans við skopmyndina.
Íslenska ríkið kaupir skopmyndir
Þann 15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir Sigmund og hyggst gera þær aðgengilegar á Netinu. Sigmund hefur einnig myndskreytt bækur og hefur meðal annars unnið í samstarfi við Árna Johnsen.
Þann 15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir Sigmund og hyggst gera þær aðgengilegar fyrir almenning á Netinu.