Vissir þú að

Sigmund ólst upp á Akureyri en fluttist svo til Vestmannaeyja.
Á meðan við hinir sextíu útvöldu æfum síðustu sporin í "dansinum í Hruna", ætlar dr. Nordal að skemmta ykkur með nýjustu efnahagshrollvekjunni sinni!!!
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.
Þetta er mikil synd hr. Oddsson, svona fallegt hár.

Dagsetning:

18. 03. 1983

Einstaklingar á mynd:

- Gunnar Thoroddsen
- Jóhannes Nordal

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. Úti er ævintýri Forsætisráðherra tók af skarið í gær og rauf þing. Það var ekki vonum fyrr. Önnur eins ringulreið hefur ekki þekkst á hinu háa Alþingi í manna minnum. Ekki nóg með að allt hafi staðið stál í stál milli stjórnar og stjórnarandstöðu, síðustu dagana hafa risið heiftarlegar deilur milli stjórnarsinna innbyrðis með hótunum um að segja sig úr ríkisstjórn. Allar þær yfirlýsingar hafa reyndar verið hinar skoplegustu vegna þess að ekki hefur mátt á milli sjá hverjum það hefur verið kappsmál, þeim sem hótað hafa afsögninni eða hinum sem eftir sátu.