Um sólkerfið ferðast nú Guðni með glans,
og gáfurnar þarf ekki að spara,
því heimurinn víkur úr vegi þess manns/
sem veit hvert hann ætlar að fara.
(Páll P.)
Clinton lætur af embætti.
Fullur eða ófullur.
Stjórnarumræðan á Íslandi hefur oft verið á háu stigi. En aldrei sem nú. Í miðri kreppunni og atvinnuleysinu
er það helst á dagskrá sem brýnast er. Umræðan snýst um það hvort ráðherrar séu fullir eða ófullir í vinnunni.