Dagsetning:
11. 04. 1973
Einstaklingar á mynd:
-
Þórarinn Þórarinsson
-
Ólafur Jóhannesson
-
Gylfi Þ. Gíslason
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Kratar hafna bónorði framsóknar
Framsóknarflokkurinn hefur haft áhuga á að fá Alþýðuflokkinn inn í ríkisstjórn. Kunnugir segja, að á fundum viðræðunefnda flokkanna hafi Framsóknarmenn helst viljað ræða um þetta. Hins vegar hafi kratar neitað.
Framsóknarflokknum var í byrjun boðið að taka þátt í viðræðum um sameiningu "jafnaðar- og samvinnumanna", sem Hannibal og Alþýðuflokksmenn stóðu fyrir. Framsókn kaus sérstaka nefnd til viðræðnanna. Hins vegar hefur lítill árangur orðið af viðræðum um sameiningu þessara flokka.