Vissir þú að

Fyrsta mynd hans í Morgunblaðinu tengdist Surtsey og fyrstu landgöngu þar.
Það væri nú ekkert að þurfa að sitja með þig, pési minn, ef þú blóðmjólkaðir mann ekki svona hroðalega!!
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.
Ég er nú eins og fleiri góði, ég ræð nú alveg hverjum ég býð heim.

Dagsetning:

24. 07. 1982

Einstaklingar á mynd:

- Svavar Gestsson
- Ásmundur Stefánsson

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. Að sitja með svartapétur Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Íslands skrifar sögulega grein í helgarblað Þjóðviljans. Annars vegar er Ásmundur að verja nýgerða kjarasamninga og hins vegar gerir hann upp sakir við Þjóðviljann svo um munar. Hann ber á Þjóðviljann og reyndar ýmsa samherja sína að hlaupast undan merkjum, "enda þykja á þeim bæ jafnan glæstari þeir riddarar sem ganga harðast fram í orðaskaki og yfirlýsingum en þeir lúnu samningamenn, sem ösla forina í önn dagsins, þögulir og þreyttir".