Dagsetning:
24. 07. 1982
Einstaklingar á mynd:
-
Svavar Gestsson
-
Ásmundur Stefánsson
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Að sitja með svartapétur
Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Íslands skrifar sögulega grein í helgarblað Þjóðviljans. Annars vegar er Ásmundur að verja nýgerða kjarasamninga og hins vegar gerir hann upp sakir við Þjóðviljann svo um munar. Hann ber á Þjóðviljann og reyndar ýmsa samherja sína að hlaupast undan merkjum, "enda þykja á þeim bæ jafnan glæstari þeir riddarar sem ganga harðast fram í orðaskaki og yfirlýsingum en þeir lúnu samningamenn, sem ösla forina í önn dagsins, þögulir og þreyttir".