Dagsetning:
06. 03. 1982
Einstaklingar á mynd:
-
Svavar Gestsson
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Leynibréfið og sjúkrahúsin
Málum er þannig háttað þessa vikuna, að enginn ráðherra Alþýðubandalagsins er í landinu, þeir fóru allir þrír á þing Norðurlandaráðs í Helsinki og fólu Pálma Jónssyni, landbúnaðarráðherra, að gæta ráðuneytanna fyrir sig. Mun það einsdæmi, að ráðherra úr öðrum stjórnmálaflokki taki þannig að sér öll ráðuneyti samstarfsmanna sinna. En öllum ætti að vera orðið ljóst fyrir löngu, að um Alþýðubandalagsmenn gilda önnur lögmál en aðra stjórnmálamenn: þeim er allt leyfilegt og gagnrýnendum innan flokks þeirra er bent á að hypja sig, enda hefur fækkað um fjórðung