Dagsetning:
12. 02. 1982
Einstaklingar á mynd:
-
Hjörleifur Guttormsson
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
"Almættið " og Alusuisse
Forystugrein Þjóðviljans í gær ber yfirskriftina: Syndakvittun fá þeir ekki. "Þeir" í þessu tilviki eru "hinir fjölþjóðlegu svikahrappar" eins og Þjóðviljinn kallar stjórnendur Alusuisse, eiganda álversins í Straumsvík, sá, sem vald hefur til að veita "syndakvittunina", er auðvitað enginn annar en Hjörleifur Guttormsson. Þjóðviljinn segir, að stjórnendur Alusuisse hafi verið staðnir að "einhverjum hrikalegustu fjársvikum, sem okkar saga kann frá að greina".