Dagsetning:
21. 03. 1983
Einstaklingar á mynd:
-
Grín
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Einar er bátur
Einar Benediktsson er bátur. Sá dómur féll í Vestmannaeyjum fyrir helgina. Jón R. Þorsteinsson kvað upp þennan dóm.
Einar, sem er togskip, var tekinn að meintum ólöglegum veiðum út af Vík í Mýrdal 8. mars. Skipstjóri hans taldi sig mega veiða þar því skipið flokkaðist til báta. Forráðamenn Landhelgisgæslunnar töldu Einar hins vegar togara og því að ólöglegum veiðum. Vafi var um atriðið því samkvæmt skipaskrá er vél hans 1005 hestöfl. Eru skip með yfir 1000 hestöfl ekki talin tl báta. Í upplýsingum frá framleiðanda vélarinnar er hins vegar sagt að vélin sé ekki nema 910 hestöfl. Og þar eð dómara þykir vafi á ákveður hann að sönnunarskylda hvíli á ákæruvaldinu. Fyrst það geti ekki sannað að vélin sé yfir 1000 hestöfl verði hún ekki dæmd svo. Skipstjóri er því algerlega sýknaður