Vissir þú að

Fyrsta mynd hans í Morgunblaðinu tengdist Surtsey og fyrstu landgöngu þar.
Allaböllunum tekst bærilega að innheimta stjórnarlaunin með dillibossaaðferðinni á framsóknartánum!!
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.
Jé minn, ég fæ nú bara sólsting af þessum skepnuskap.

Dagsetning:

31. 10. 1981

Einstaklingar á mynd:

- Ólafur Jóhannesson
- Guðrún Helgadóttir

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. Guðrún Helgadóttir: Höfum "vald" yfir utanríkismálum - með þátttöku í stjórn Einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins, Guðrún Helgadóttir, sagði í útvarpsumræðum í gærkvöldi, að ein helsta ástæðan fyrir þátttöku Alþýðubandalagsins í núverandi ríkisstjórn væri það "vald, sem það veitir okkur" yfir alrangri stefnu í utanríkismálum. Guðrún Helgadóttir sagði, að flugstöðvarmálið og olíugeymar í Helguvík væru nærtækt dæmi um þetta. Þingmaðurinn sagði, að stjórnarþátttakan nú hefði gert Alþýðubandalaginu kleift í fyrsta sinn að sjá framkvæmdaáætlanir Bandaríkjamanna hér á landi og bætti því við, að alþýðubandalagsmenn hefðu orðið að "standa á tánum" á framsóknarmönnum til þess að koma í veg fyrir aukin umsvif Bandaríkjamanna á Íslandi.