Dagsetning:
27. 03. 1975
Einstaklingar á mynd:
-
Ingólfur Guðbrandsson
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Ingólfur Guðbrandsson:
Hinn hreini tónn
Elskulegu blásarar.
Fátt lætur ljúfar í eyrum en hreinn og tær trompethljómur. Jafnvel múrar Jerikó féllu fyrir slíkum hljóm forðum daga, og margur herinn hefur sína hildi háð eggjaður fram af hvellum lúðrum. Nú er það hvorki meira né minna en heilt landssamband lúðrasveita, sem sendir frá sér tóninn, blæs til orrustu og samþykkir vítur á pólýfónkórinn, stofnun sem reynt hefur að halda hljómnum hreinum í nærri 18 ár og átt hefur frumkvæðið að því að kynna löndum sínum margar fegurstu perlur tónbókmenntanna. Og nú er spurningin, fyrir hvað?