Vissir þú að

Fyrstu teikningar Sigmunds í blöðum eru frá árinu 1960 eða 1961 en þá gerði hann forsíður fyrir Vikuna og Fálkann.
19780810
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.
Nonni þó. Hefur þú verið að halda framhjá, pjakkurinn þinn?

Dagsetning:

10. 08. 1978

Einstaklingar á mynd:

- sr. Sigurður Haukur Guðjónsson
- Lúðvík Jósepsson
- Benedikt Gröndal

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. Fiskað í gruggugu vatni Það er heldur óvenjulegt að stjórnmálamönnum sé sagt til syndanna í kirkjum landsins en það gerðist þó á dögunum, þegar séra Sigurður Haukur Guðjónsson prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík fluttu hressilega hugvekju um þjóðmálin í útvarpsguðþjónustu á sunnudagsmorgni. Hann ræddi nýliðna kosningabaráttu, loforðaflaum frambjóðendanna og hnútukast þeirra, en það sagði hann hafa gengið svo hart og títt að vesælir kjósendur hefðu orðið að draga sig í felur til þess að verða ekki fyrir. "Mér er nákvæmlega sama um flokkinn minn, en mér er ekki sama um þjóðina mína", sagði Sigurður Haukur í útvarpsmessunni og bætti við: "Ég kaus ekki á þing menn til þess að fiska fyrir einhvern flokk, heldur til þess að vega og meta hag þessarar þjóðar, leiða hana út í ljósið á ný - út úr þokunni."