Dagsetning:
10. 08. 1978
Einstaklingar á mynd:
-
sr. Sigurður Haukur Guðjónsson
-
Lúðvík Jósepsson
-
Benedikt Gröndal
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Fiskað í gruggugu vatni
Það er heldur óvenjulegt að stjórnmálamönnum sé sagt til syndanna í kirkjum landsins en það gerðist þó á dögunum, þegar séra Sigurður Haukur Guðjónsson prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík fluttu hressilega hugvekju um þjóðmálin í útvarpsguðþjónustu á sunnudagsmorgni.
Hann ræddi nýliðna kosningabaráttu, loforðaflaum frambjóðendanna og hnútukast þeirra, en það sagði hann hafa gengið svo hart og títt að vesælir kjósendur hefðu orðið að draga sig í felur til þess að verða ekki fyrir. "Mér er nákvæmlega sama um flokkinn minn, en mér er ekki sama um þjóðina mína", sagði Sigurður Haukur í útvarpsmessunni og bætti við: "Ég kaus ekki á þing menn til þess að fiska fyrir einhvern flokk, heldur til þess að vega og meta hag þessarar þjóðar, leiða hana út í ljósið á ný - út úr þokunni."