Dagsetning:
20. 03. 1985
Einstaklingar á mynd:
-
Páll Bragi Pétursson
-
Ámundi Ámundason
-
Jón Baldvin Hannibalsson
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Jón Baldvin skorar á Pál - en Páll neitar
"Ég sendi Páli Péturssyni frá Höllustöðum eftirfarandi skeyti í kvöld:
"Hafandi hlýtt á fáryrði þín og svívirðingar um formann Alþýðuflokksins í fréttatíma Ríkisútvarpsins í kvöld, skora ég hér með á þig, að mæta mér í öðrum hvorum ríkisfjölmiðlanna og standa fyrir máli þínu, ef þú ert maður til", sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið seint í gærkveldi.