Dagsetning:
17. 08. 1977
Einstaklingar á mynd:
-
Grín
Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Eiga skólalaus sveitarfélög að vera skattlönd hinna?
Eins og sagt var frá í Tímanum í gær hefur sveitarstjórnum úti á landi borist bréf frá fræðsluyfirvöldum í Reykjavík þess efnis, að nemendur utan Reykjavíkur geti aðeins fengið skólavist í framhaldsdeildum og iðnskóla höfuðstaðarins hafi hlutaðeigandi sveitarstjórn ábyrgst greiðslu fyrir hana. Vegna þessarar ráðstöfunar hefur vaknað upp spurning meðal manna um afleiðingar og réttmæti hennar, því að augljóslega getur hér verið um að ræða þung fjárútlát fyrir félítil sveitarfélög.