Vissir þú að

Velkomin á Sigmunds-vefinn
Þú verður að fá þér regnhlíf, Gunnar minn. - það er voðalegt að þurfa að kúra undir sæng þá daga sem mesta fjörið er.
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.
Nú hafa brauðin aldeilis verið tekin í bakaríið.

Dagsetning:

15. 11. 1980

Einstaklingar á mynd:

- Grín

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. Á að klæða sjúklingana í regnföt? Gunnar Jakobsson sem liggur á Borgarspítalanum hringdi og kvartaði yfir óþéttum gluggum á stofnuninni. - Hér er allt á floti þegar gerir vatnsveður og þá er rokið til að færa sjúklingana fram á ganga. Þetta er sérstaklega slæmt á einni hlið spítalans og ég hef heyrt að gluggarnir á nýju álmunni séu einnig lekir. Ég spyr borgaryfirvöld: Á að gera við þetta eða á bara að klæða sjúklingana í regnföt?