Vissir þú að

Fyrsta mynd hans í Morgunblaðinu tengdist Surtsey og fyrstu landgöngu þar.
Svona, hættu þessu, bjáninn þinn, þetta er ekki auglýsing um æðarvarp!
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.
SKRIFAÐU eitt stk. míni-ver á þetta kot, Finnur minn. Það er bullandi rafmagn hér.

Dagsetning:

18. 03. 1982

Einstaklingar á mynd:

- Grín

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. "Þetta er ekki auglýsing um æðarvarp ..." Í gráum hversdagsleika góunnar hefur innheimtudeild Ríkisútvarpsins á ný tekið að sér að lífga upp á sálartetur sjónvarpsáhorfenda. Í því skyni hefur hún nú tekið upp enn frumlegri aðferðir en í fyrra, er dillandi diskómeyjar voru fengnar til að minna menn á afnotagjaldið. Nú eru karlmenn látnir hlykkjast og dingla sér í dularfullu þokukófi. Til þess að gera sjónarspilið enn duluðugra er dulbúinn æðarfugl látinn svífa um sviðið. Tilgangurinn mun vera hinn sami og í fyrra, að minna menn á að koma og borga!